UpphafssíðaLeitarsíðaVeftréAðstoð við notkun vefsins
Skálholt Leitarsíða     Verkefnið    Starfsfólk   

Ásdís Ámundsdóttir hefur unnið í 100% starfi frá 1. nóvember 1999 – i. okt. 2001 og í hlutastarfi eftir það. Verkþættir hennar hafa verið:

      • Að taka saman skrá um þau lög og lagboða sem fundist hafa við kvæði tiltekinna skálda, séra Hallgríms Péturssonar, Ólafs Jónssonar á Söndum og Einar Sigurðssionar í Eydölum. Þessi verkþáttur er ekki enn aðgengilegur í gagnagrunninum.
      • Að vinna efni í hendurnar á þeim tónskáldum sem ætla að útsetja úr arfinum.
      • Að rita inn í gagnagrunn verkefnisins.

 

Áki R. Sigurðsson vann ásamt Frosta frá haustinu 2000 til ársins 2002 með hléum að verkefninu og einnig frá mars 2006. Verkþættir hans voru:

      • Að hanna heimasíðu Helgisiðastofu þar sem helstu niðurstöður verkefnisins eru vistaðar.
      • Að leggja lokahönd á gagnagrunninn og leysa þau tæknilegu vandamál sem upp hafa komið í framvindu verkefnisins.

 

Bjarni Magnússon hefur unnið með hléum að verkefninu frá miðju ári 1999. Verkþáttur hans er:

      • Að prófarkalesa og setja inn greinarmerki við þá sálma og kvæði sem lokið er við að rita á tölvu.
      • Að merkja við þau erindi sem þykja falleg eða eftirtektarverð. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.

 

Drífa Þrastardóttir vann í 20% stöðu á árinu 1999 (100% í júní, júlí og ágúst) og í hlutastarfi árið 2000. Verkþættir hennar voru:

      • Að búa út skrá yfir þau handrit Árnastofnunar heima og í Kaupmannahöfn sem og Konungsbókhlöðu sem a) innihalda nótur, b) innihalda ekki nótur og c) ekki er unnt að skoða hér á landi.
      • Að taka saman lista yfir þau handrit frá 19. og 20. öld sem innihalda kvæði eða sálma og varðveitt eru í Landsbókasafni en samsvarandi listi yfir eldri handrit hefur þegar verið unnin (Guðrún Laufey).
      • Að taka saman skrá um alla sálma og öll kvæði sem eru prentuð frá 1550-1844. Þessi verkþáttur er unnin í samvinnu við Ljóðaljósið.
      • Að fletta þeim handritum Árnastofnunar sem eru hér á landi, eða eru aðgengileg hér á landi á filmum, í leit að nótum.

Eiríkur Gauti Kristjánsson vann að verkefninu á árunum 2001 og 2002. Verkþættir hans voru:

      • Að rita á tölvu texta þeirra sálma og kvæða sem eru á latínu.
      • Að fara yfir verk fyrri nemenda á sama efni.

Frosti Gíslason . vann ásamt Áka frá haustinu 2000 til ársins 2002 með hléum að verkefninu. Verkþættir hans voru:

      • Að hanna heimasíðu Helgisiðastofnunar þar sem helstu niðurstöður verkefnisins verða vistaðar.
      • Búa út hljóð- og mynd “fæla” svo unnt verði að hlýða á lögin sem dregin hafa verið fram í rannsókninni. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.

Guðjón Ingi Guðjónsson vann í 100% starfi í fjóra mánuði 1999 og í hlutastarfi árið 2000. Verkþáttur hans var:

      • Að rita á tölvu latneska texta þeirra skinnblaða þar sem nótur hafa fundist, gera útdrátt um innihald þeirra og lausþýða. Aðeins hluti þessa verkþáttar er í gagnagrunninum.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir vann í 40% stöðu frá haustdögum 1997 (100% yfir sumarmánuðina) til ársins 2002. Hún hefur verið lengst í verkefninu og ásamt mér og Helgu Ingólfsdóttur varð hún lykilstarfsmaður. Hún hélt síðan áfram sjálfstæðum rannsóknum á tónlistararfinum eftir að hún lauk námi. Verkþættir hennar voru:

      • Að fletta öllum handritum í Landsbóksasafni frá upphafi og fram til 1800 í leit að nótum.
      • Að skrá upplýsingar um sálma og kvæði sem finnast með nótum í handritum í sérstakt tónlistarforrit sem Matthías Magnússon hefur hannað fyrir samtökin og við höfum verið að prófa okkur áfram með á árinu 1998. Þessi gagnagrunnur hennar rann síðan inn í þann gagnagrunn sem hér er á Vefnum.
      • Að taka saman skrá yfir allar prentaðar bækur fram til 1800 er innihalda sálma eða kvæði.
      • Að taka saman skrá yfir þau handrit sem til eru í Stofnunum Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og í Reykjavík sem og í Konungsbókhlöðu og innihalda sálma eða kvæði.
      • Að rannsaka uppruna þeirra laga sem dregin hafa verið fram og bera saman við elstu sálmabækur frá nágrannalöndum okkar.

Séra Gunnar Björnsson vann í 60% stöðu frá 1. nóvember 2000. Verþættir hans voru:

      • Að skrifa upp á tölvutækt form þau lög sem fundist hafa með íslenskum texta í handritum. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.
      • Að kanna hvaða lög sem finnast í handritum eru áður óþekktar. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.

Gunnar Ólafsson vann í 50% stöðu frá 1. febrúar - 8. águst 2001. Verkþáttur hans var:

      • Að greina handritin eftir efnisflokkum og tímabilum.

Halla Snorradóttir vann í 50% stöðu frá 1. febrúar - 8.ágúst 2001 og með hléum árið 2004. Verkþættir hennar voru:

      • Að taka saman skáldatal úr prentuðum æviskrám.
      • Að taka saman tal þeirra sem unnu í Skálholti til lengri eða skemmri tíma. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.

Hannes Þorsteinsson hefur unnið með hléum frá upphafi.. Verkþættir hans voru:

      • Að rita á tölvu rannsóknir ákveðinna einstaklinga á prentuðum sálmum og kvæðum.
      • Að rita á tölvu efni úr útgefnum sálmabókum og gröllurum kirkjunnar
      • Að rita á tölvu úr Prestaæfum Sighvats Grímssonar Borgfirðings upplýsingar um presta sem hafa unnið í Skálholti frá upphafi-um 1850.
      • Að rita á tölvu handritalýsingar gamlar, m.a. með hendi föðurbróður hans og alnafna.

Heiða Kolbrún Leifsdóttir vann í 100% stöðu frá 1.júní. 1999 til 30. apríl 2000. Verkþættir hennar voru:

      • Að setja allar niðurstöður rannsóknarinnar á tölvutækt form og halda þannig utan um þær
      • Að fara í gegnum tilteknar handritaskrár og taka saman allt sem þar finnst um nótur, lagboða, sálma, myndir og annað þess háttar. Hér er einkum um að ræða handritaskrár Árnasofnanna beggja og Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn
      • Að setja inn leiðréttingar á þeim sálmum og kvæðum sem slegnir hafa verið inn í tölvu
      • Að rannsaka myndir í handritum. Þessi verkþáttur er unnin í samvinnu við Rannsókn á íslenskum myndlistararfi.

Helga Ingólfsdóttir hefur unnið að verkefninu frá upphafi. Hún hefur aldrei verið á launaskrá samtakanna en lagt á sig ómælt erfiði við að stýra tónlistarþætti verkefnisins og hjálpa til við að kynna það. Hún hefur einnig verið leiðandi aðili í því að kynna verkefnið fyrir tónlistarfólki og tónskáldum. Sterk tengsl hafa haldið áfram milli Sumartónleika í Skálholtskirkju og verkefnisins eftir að Sigurður Halldórsson tók við starfi Helgu og ætlunin er að það samstarf haldi áfram að eflast.

Hallgrímur Ámundason vann að verkefninu á árinu 2004. Verkþáttur hans var

      • Að fara yfir uppskriftir ákveðinna handrita.

Kári Bjarnason hefur unnið að verkefninu frá upphafi. Sem hluta af starfi sínu í handritadeild hausti 1996 - 1. febrúar 1999 og aftur 1. október 2001-17. janúar 2005, en í fullu starfi frá 1. febrúar 1999 - 1. október 2001 og 18. janúar 2005-31. júlí 2006. Verkþættir hans hafa verið:

      • Að hafa umsjón með verkefninu, deila út einstökum verkþáttum, afla verkefninu styrkja og kynna það.
      • Að rannsaka íslensk handrit sem leynast utan hins forna dansk-íslenska ríkis og setja niðurstöður þeirrar rannsóknar í samhengi við verkefnið.
      • Að rita á tölvutækt form sálma og kvæði úr íslenskum handritum.

Njáll Sigurðsson vann í 50% starfi í fjóra mánuði 1999. Verkþáttur hans var:

      • Að taka saman heildarskrá yfir öll skinnblöð í íslenskum handritasöfnum og kanna hverjir hafa fjallað um viðkomandi skinnblöð í rannsóknum sínum.

Ólafur Jakobsson vann í 100% stöðu frá 1. janúar 2000 – 1. október 2003 og í 50% stöðu frá 18. janúar 2005. Verkþættir hans voru:

      • Að lesa kvæði og sálma úr íslenskum handritum inn á diktafón fyrir Sólveigu Bessadóttur.
      • Að rita á tölvu sálma og kvæði úr handritasöfnum Jóns Sigurðsson sem yrði vísir að kvæðaskrá samtakanna. Þessi verkþáttur á enn eftir að komast í gagnagrunninn.
      • Að fara yfir þá sálma og þau kvæði sem komin eru í gagnagrunninn.

Páll T. Viðarsson vann í 50% stöðu frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2002: Verþættir hans voru:

      • Að bera saman nótnauppskriftir við sálma og kvæði sem finnast í handritum og kanna hvort um sömu lög er að ræða
      • Að kanna hvað af þessum lögum sem finnast í handritum hafa verið prentuð á fyrri tíð. Verkþættir hans eru ekki komnir í gagnagrunninn.

Sigríður Brynjúlfsdóttir vann í 100% stöðu 1. janúar til 30. september 1998. Verkþættir hennar voru:

      • Að halda áfram að fletta handritum sem innihalda kvæði og sálma sem varðveittir eru í Landsbókasafni og eru ritaðir á 19. öld.

Séra Sigríður Guðmundsdóttir vann í 50% stöðu frá 1. júlí 2004 til 31. júlí 2006. Verkþáttur hennar voru:

      • Að efnisgreina sálmana og kvæðin og taka þar mið af nýjustu sálmabókinni.
      • Að velja úr hverjum efnisflokki og vinna ásamt öðrum að útgáfu þess sem merkast þætti úr hverjum efnisflokki. Sá verkþáttur er ekki enn kominn í gagngagrunninn.

Sigríður Guðbjörnsdóttir vann í 100% stöð frá 1. janúar til 31. maí 1998. Verkþættir hennar voru:

      • Að halda áfram að fletta handritum sem innihalda kvæði og sálma sem varðveitt eru í Landsbókasafni og eru rituð á 19. öld.
      • Að fara í gegnum tilteknar handritaskrár og taka saman allt sem þar finnst um nótur, lagboða, sálma, myndir og annað þess háttar. Hér er einkum um að ræða sérskrár Landsbókasafns, en einnig nokkrar erlendar skrár yfir íslensk handrit.

Sigríður Júlíusdóttir vann í verkefninu í 4 mánuði sumarið 2000. Verkþættir hennar voru:

      • Að halda áfram að rita á tölvu latneskum texta þeirra skinnblaða þar sem nótur hafa fundist, gera útdrátt um innihald þeirra og lausþýða.
      • Að leita uppi erlendar fyrirmyndir þeirra texta sem fundist hafa með nótum
      • Að taka saman skrá um það efni sem fundist hefur á nótum með latneskum texta og raða því eftir innihaldi.

Silja Kjartansdóttir vann í 50% stöðu frá 1. ágúst 2000 til ársloka 2001. Á endurgreiðslu frá Tryggingarstofnun. Verkþættir hennar eru:

      • Að taka saman skrá yfir tónlistarefni í prentuðum heimildum. Þessi verkþáttur er ekki enn kominn í gagnagrunninn.
      • Að taka saman skrá um kveðskap ákveðinna skálda og raða henni í tímaröð.

Sólveig Bessadóttir vann í 75% stöðu frá 1. nóvember 1997 til 31. mars 2004. Allt efnið var lesið inn á diktófón fyrir hana Verkþættir hennar voru:

      • Að rita á tölvu kvæði og sálma úr íslenskum handritum.
      • Að rita á tölvu lagboðaskrá. Þennan verkþátt vantar enn í gagnagrunninn.

Tómas V. Albertsson vann í 50% starfi í fjóra mánuði á árinu 2000 og í hlutastarfi árin 2002-2004. Verkþættir hans voru:

      • Að leita uppi sálma og kvæði í héraðsskjalasöfnum landsins. Þessi verkþáttur er aðeins að hluta kominn í gagnagrunninn.
      • Að taka saman upplýsingar um óprentaðar heimildir um skáld í einstökum héröðum landsins. Þessi verkþáttur er ekki kominn í gagnagrunninn.

Þóra Guðrúnardóttir. vann í verkefninu í 4 mánuði sumarið 2003 og á styrk frá Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn í 3 mánuði árið 2004. Verkþættir hennar voru  

      • Að rannsaka nótnauppskriftir í tilteknum handritum (AM 98 8vo, Rask 98, MS Boreal 111, M.S:Boreal 149 og Lbs 1825 8vo).
      • Að rita upp öll lögin sem finnast í ofangreindum handritum á tölvutækt form. Þessi verkþáttur er ekki kominn í gagnagrunninn enn.

 

 


Leit
Sálmaleit: Einföld
  Ítarleg
Aðrir leitarmöguleikar